Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 10. mars 2023 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dramatík í Cádiz
Enes Unal skoraði úr tveimur vítaspyrnum
Enes Unal skoraði úr tveimur vítaspyrnum
Mynd: EPA
Cadiz 2 - 2 Getafe
1-0 Ruben Sobrino ('39 )
1-1 Enes Unal ('61 , víti)
2-1 Ruben Alcaraz ('82 , víti)
2-2 Enes Unal ('90 , víti)
Rautt spjald: Domingos Duarte, Getafe ('80)

Cádiz og Getafe gerðu 2-2 jafntefli í La Liga á Spáni í kvöld en lokamínútur leiksins voru ákaflega dramatískar.

Heimamenn leiddu með marki Ruben Sobrino í hálfleik en Enes Unal jafnaði úr vítaspyrnu á 61. mínútu.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum fékk Domingos Duarte sitt annað gula spjald og því rekinn í sturtu. Ruben Alcaraz kom Cádiz yfir með marki úr víti.

Tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en þegar nokkrar sekúndur voru komnar fram yfir uppbótartímann handlék varnarmaður Cádiz boltann í eigin teig og eftir skoðun VAR ákvað dómarinn að benda á punktinn. Enes Unal fór í annað sinn á punktinn í leiknum og skoraði.

Iza Carcelen, varnarmaður Cádiz, fékk rauða spjaldið stuttu síðar fyrir óæskilega hegðun. Dramatísk í eina leik kvöldsins í La Liga en Cádiz er í 15. sæti með 27 stig en Getafe sæti neðar með 26 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner