Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 10. mars 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að komast í aðalliðið hjá Venezia eftir lánið - „Geggjuð borg"
Vonandi fæ ég einhverjar mínútur á næsta ári hjá þeim
Vonandi fæ ég einhverjar mínútur á næsta ári hjá þeim
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ansi huggulegt vallarstæðið á heimavelli Venezia.
Ansi huggulegt vallarstæðið á heimavelli Venezia.
Mynd: Getty Images
Jakob Franz Pálsson fékk í lok síðasta mánaðar leikheimild með KR, kemur á láni frá ítalska félaginu Venezia þar sem hann hefur verið undanfarin ár.

„Árin tvö hafa verið mjög fín, þetta er búið að vera mikið upp á við hjá þeim. Fyrst þegar ég kom út þá var þetta ekkert það besta en núna hefur helling verið bætt við. Það er líka hellingur af Íslendingum þarna, mjög fínt og gaman að fá að vera á samningi þar," sagði Jakob í viðtali á dögunum.

En er hann búinn að vera nálægt aðalliði félagsins?

„Ég var að æfa eitthvað hér og þar með þeim, var tvisvar í hóp en fékk engan spilatíma. Eftir þetta lánstímabil hjá KR er ég að vonast til að geta komið mér inn í aðalliðið og fá spilatíma þar. Maður veit samt aldrei, reynir bara áfram."

Hvernig er að vera í Feneyjum?

„Það er geggjuð borg, fallegt og allt svoleiðis. Það er alveg gaman að fá fjölskylduna í heimsókn og sýna þeim borgina. Gaman að sjá viðbrögðin hjá öllum að sjá þessa borg. Að hafa völlinn á eyjunni er alveg frábært. Mjög þægilegt og gaman að búa þarna, stutt í Mílan."

Áður en Jakob kom á láni í KR skrifaði hann undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Venezia. Var það formsatriði?

„Það var eitthvað sem þeir vildu klára, ég var alveg tilbúinn að skrifa undir eitt ár í viðbót hjá þeim. Vonandi fæ ég einhverjar mínútur á næsta ári hjá þeim," sagði Jakob.

Sjá einnig:
Varð að fara frá Sviss - Ísland besti kosturinn og leist best á KR
Varð að fara frá Sviss - Ísland besti kosturinn og leist best á KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner