fös 10. mars 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilson biður Liverpool afsökunnar - „Mættir af krafti"
Mynd: Getty Images

Callum Wilson, leikmaður Newcastle hefur beðið Liverpool samfélagið afsökunnar fyrir að segja að liðið væri ekki komið á beinu brautina eftir að Bítlaborgarliðið lagði Newcastle fyrir tæpum mánuði síðan.


Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í síðustu fimm deildarleikjum og unnið fjóra af þeim.

Wilson heldur úti hlaðvarpsþætti með Michail Antonio framherja West Ham en þar sagði hann þetta um Liverpool. Hann var mættur aftur í þáttinn eftir að Liverpool valtaði yfir Manchester United um síðustu helgi.

„Ég bið afsökunar á því að segja að Liverpool sé ekki komið aftur. Þeir eru mættir af krafti. Allt sem ég geri mun alheimurinn koma með eitthvað á móti. Þegar United lifti bikarnum fyrir viku gegn okkur sá maður þetta ekki fyrir, svona er fótboltinn, þetta er fegurðin í úrvalsdeildinni," sagði Wilson.


Athugasemdir
banner
banner
banner