Southampton er fallið úr ensku úrvalsdeildinni en þó munu einhverjir leikmenn liðsins væntanlega vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Einn þeirra er markvörðurinn Aaron Ramsdale sem gekk í raðir Southampton frá Arsenal fyrir yfirstandandi tímabil.
Einn þeirra er markvörðurinn Aaron Ramsdale sem gekk í raðir Southampton frá Arsenal fyrir yfirstandandi tímabil.
Samkvæmt The Times er West Ham að íhuga að gera 20 milljón punda tilboð í markvörðinn í sumar. Það er sagt að Ramsdale megi yfirgefa dýrlingana fyrir þá upphæð.
Ramsdale er mjög áhugasamur um að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni svo hann geti haldið sæti sínu í enska landsliðinu.
West Ham er með tvo markverði í sínum röðum; Lukasz Fabianski sem verður samningslaus í sumar og Alphonse Areola sem á tvö ár eftir af samningi sínum.
Ramsdale hefur einnig verið orðaður við Bournemouth og Newcastle, en það er spurning hvað gerist.
Athugasemdir