Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 13:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romano: Cavani búinn að framlengja við Man Utd
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: EPA
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því fyrir örfáum mínútum að Edinson Cavani væri búinn að framlengja samning sinn við Manchester United.

Samningur Úrúgvæans átti að renna út eftir tímablið og voru sögusagnir um að Cavani fengi ekki nýjan samning.

Cavani, sem var 34 ára, hefur verið öflugur á leiktíðinni, skorað fimmtán mörk og gefið fimm stoðsendingar.

Cavani skoraði eitt af mörkum United í 1-3 endurkomusigri gegn Aston Villa í gær.

Cavani kom til United á frjálsri sölu síðasta haust eftir að samningur hans við PSG rann út eftir síðasta tímabil. Nýi samningurinn gildir út næsta tímabil og verður tilkynnt opinberlega um framlenginguna á næstu dögum.

„Hann getur bæði kennt yngri leikmönnum félagsins og gefur þeim líka mikið inni á vellinum," sagði Alan Shearer,sérfræðingur BBC, þegar hann talaði um að Manchester United þyrfti að reyna að halda Cavani.

„Við sáum vísbendingar um báða þætti í 3-1 sigrinum gegn Aston Villa. Að horfa á Cavani og Mason Greenwood var eins og að horfa á kennara og nemanda."

„Cavani er 34 ára, reyndur framherj sem sýndi gæði sín enn og aftur þegar hann kom af bekknum á Villa Park. Fyrir utan mörkin sem hann skorar þá getur Cavani haft mikil áhrif á Greenwood. Hann býr yfir því að geta tekið hárrétt hlaup á hárréttum tímapunktum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner