Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: ÍBV skellti Íslandsmeisturunum í Eyjum
Delaney Baie Pridham skoraði tvö fyrir ÍBV
Delaney Baie Pridham skoraði tvö fyrir ÍBV
Mynd: ÍBV
ÍBV 4 - 2 Breiðablik
0-1 Kristín Dís Árnadóttir ('2 )
1-1 Delaney Baie Pridham ('8 )
2-1 Delaney Baie Pridham ('30 )
3-1 Viktorija Zaicikova ('45 )
4-1 Viktorija Zaicikova ('45 )
4-2 Agla María Albertsdóttir ('88 )
Rautt spjald: Olga Sevcova, ÍBV ('45)

ÍBV vann ótrúlegan 4-2 sigur á Breiðabliki í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna á Hásteinsvellinum í kvöld en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Lestu nánar um leikinn hér

Breiðablik tapaði aðeins einum leik allt síðasta tímabil og því afar merkilegar fréttir að Íslandsmeistararnir töpuðu í kvöld.

Gestirnir byrjuðu hins vegar leikinn betur. Kristín Dís Árnadóttir skoraði strax á 2. mínútu. Það kom aukaspyrnu utan af kanti og skoraði Kristín örugglega.

Delaney Baie Pridham jafnaði metin fyrir ÍBV með skalla eftir fyrirgjöf frá Viktorija Zaicikova á 8. mínútu. Pridham gerði annað mark eftir hálftíma. Olga Sevcova átti stungusendingu inn fyrir vörn Blika og skoraði Pridham með skoti vinstra megin við Ástu í markinu.

Viktorija Zaicikova gerði þriðja mark ÍBV undir lok fyrri hálfleiks er hún lyfti boltanum yfir Ástu og í netið. Olga Sevcova var svo rekinn af velli skömmu síðar fyrir að slá Ástu Eir Árnadóttur.

Þrátt fyrir það bætti Viktorija við fjórða markinu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Magnaður fyrri hálfleikur á enda.

Blikar sóttu mikið á mark Eyjaliðsins í þeim síðari en gekk illa að koma boltanum í netið. Agla María Albertsdóttir náði þó sárabótamarki á 88. mínútu. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti fyrirgjöf á fjærstöng og var Agla mætti til að afgreiða boltann í netið.

Lengra komust Blikar ekki og óvæntur 4-1 sigur ÍBV staðreynd. Þetta eru fyrstu stig ÍBV í deildinni og er liðið nú með jafnmörg stig og Blikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner