Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er rautt á alla leikmenn deildarinnar"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Haukur Páll Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútu í leik FH og Vals í gær. Fyrirliði Vals ætlaði að taka aukaspyrnu en Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, potaði boltanum í burtu með fætinum.

Haukur var nýbyrjaður með sveiflu sína í átt að boltanum, stoppaði ekki sveifluna og sparkaði í Jónatan sem féll í grasið.

Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, rak Hauk út af og sauð allt upp úr í kjölfarið. Pétur Viðarsson, leikmaður FH, var heppinn að fá ekki refsingu í öllum æsingnum. Jónatan fékk gult spjald fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar.

„ÞAÐ ER ALLT AÐ SJÓÐA UPP ÚR!!!! Aukaspyrna við varamannabekkina, Jónatan Ingi fer fyrir boltann, Haukur Páll ætlar að fara lúðra boltanum fram en á sama tíma potar Jónatan boltanum í burtu og Haukur Páll dúndrar í sköflunginn á Jónatani og allt gjörsamlega tryllist við varamannabekkina!!!! Haukur fær réttilega rautt spjald. Helgi Mikael eeeelskar sviðsljósið!!!"

Skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net, í textalýsingu frá leiknum.

Atvikið var til umræðu í Innkastinu sem tekið var upp eftir leiki gærdagsins.

„Þetta er alveg eldrautt, það var lítið í gangi á þessu augnabliki. Þetta var alveg klárt rautt og Haukur Páll klaufi. Ef hann ætlaði að fara í þetta af einhverju offforsi þá sparkar hann ekki í eina staðinn sem er varinn," sagði Gunnar Birgisson.

„Hefði ekki verið hægt að draga aðeins úr sveiflunni?" velti Ingólfur Sigurðsson fyrir sér.

„Það byrjaði einhver umræða um að þetta væri rautt af því hann heitir Haukur Páll, þetta er rautt á alla leikmenn deildarinnar," sagði Gunnar.

„Pétur kemur þarna askvaðandi að og hrindir Hauki, ef Haukur hefði farið niður þar þá var þetta alltaf rautt spjald á Pétur, það er 100%," sagði Ingólfur.

„Ég veit ekki með rautt en appelsínugult klárlega. Þetta er einhver tuttugu, þrjátíu metra sprettur sem hann tekur og kemur með offorsi og ekkert spjald, það er galið."

„Það verður að gefa Helga Mikael það að risastóra ákvörðunin var hárrétt," sagði Elvar Geir Magnússon.

Hlusta má á Innkastið hér að neðan.
Innkastið - Drama á lokamínútum og Toddi tapar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner