Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. júní 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Markmiðið síðan riðillinn byrjaði
Icelandair
Mynd: Eyþór Árnason
Á morgun mun Ísland mæta Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld.

Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Ísland, en með sigri fer liðið upp að hlið Tyrklandi með níu stig eftir fjóra leiki.

„Ef við litum á stöðuna fyrir riðilinn eftir fjóra leiki og við myndum kannski vera með níu stig og vera búnir að spila við Tyrki og Frakka, það væri frábært. Það hefur verið markmiðið síðan riðillinn byrjaði," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 1-0 sigur gegn Albaníu á laugardag.

Ísland hefur verið með fínt tak á Tyrklandi í undanförnum leikjum liðanna, en tyrkneska liðið lítur mikið betur út núna heldur en síðustu ár. Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og unnu Heimsmeistara Frakklands sannfærandi 2-0 um helgina og það er því ljóst að leikurinn á morgun verður mjög erfiður.
Gylfi: Höfum spilað stærri leiki en þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner