Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. júní 2019 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Tyrkja reiður: Aldrei lent í öðru eins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net
Á morgun fer fram leikur Íslendinga og Tyrkja í undankeppni EM2020. Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Tyrkjana til landsins.

Bæði um tímann sem það tók Tyrkina að komast í gegnum Leifsstöð og um uppþvottaburstann sem beint var að Emre Belozoglu í viðtali við komuna í Leifsstöð.

İrfan Kahveci, leikmaður tyrkneska landsliðsins, var spurður út í það hvernig móttökur íslenska landsliðið fengi við komu til Tyrklands seinna í undankeppninni.

„Þetta var óheppilegt atvik á flugvellinum í gær, en ég á von á því að Tyrkir taki mjög vel á móti Íslendingum þegar þeir mæta til okkar," sagði Kahveci í kvöld.

Senol Gunes, þjálfari tyrkneska landsliðsins, tók svo til máls og var heldur betur ekki sáttur við móttökurnar sem landsliðið fékk í gærkvöldi.

„Fótbolti er magnaður og á að sameina fólk. Ég kom til Íslands 1976, þá var september og það var kalt en fólkið sýndi hlýju. Ég er búinn að vera í fótbolta í 53 ár og ég hef aldrei lent í öðru eins. Starfsmennirnir voru að hrista vegabréfið mitt. Hvers vegna? Það þurfti að skoða allt dótið mitt, símann og allt," sagði Gunes auglóslega mjög pirraður.

„Við flugum í sex og hálfan tíma og þurftum að bíða í tvo tíma. Ísland nýtur þeirra fríðinda að spila báða leikina í glugganum heima og þetta er óboðlegt. En nú segjum við þessu máli lokið, ég vil einbeita mér að fótboltanum."

„Fólkið á Íslandi hefur breyst frá því að ég kom hingað síðast en ég vonast eftir því að sambandið milli þjóðanna haldist gott."
Athugasemdir
banner
banner