Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 10. júní 2021 22:22
Anton Freyr Jónsson
Gunni Einars: Það er ekkert að vinna með okkur
Lengjudeildin
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

Gunnar Einarsson var eðlilega sár eftir leik í kvöld.

„Þetta var ofboðslega súrt. vera með yfirhöndina. Það var ágjöf á okkur og eins kannski flestir vita þá hafa stigin ekki verið að sanka inn hjá okkur en engu að síður þá er stígandi í þessu hjá okkur. Heilt yfir áttum við skilið meira út úr þessum leik en mörk breyta leikjum og þeir gerðu vel þarna í lokin."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

„Heilt yfir er ég ekki að tjá mig í miðjum leik við dómara en jesús kristur, ég er ekki sáttur við dómarana en ég þakkaði þeim fyrir leikinn en ég sagði engu að síður að ég væri ósáttur með þetta."

„Það var ekkert að vinna með okkur þó menn voru svo sannarlega að vinna fyrir sínu, henda sér fyrir boltann og berjast og heilt yfir er ég ofboðslega ánægður með mitt lið en þetta er ekki að fara sundrunga okkur við stígum upp úr þessu og látum þetta vinna með okkur þrátt fyrir úrslitin."

Það hefur verið stígandi í leik Ólafsvíkur en liðið gerði jafntefli við Þór tveimur færri í síðustu umferð og voru grátlega nálægt sigrinum í kvöld. Það hlýtur að styttast í fyrsta sigur Víkinga frá Ólafsvík.

„Það gerist og það er alveg ljóst. Það hefði verið svo sannarlega gott að fá þann viðsnúning í dag. Öll þessi ásýn á okkur maður getur ekki annað en borið ábyrgð á henni."

„Með ellefu leikmenn hefðum við unnið Þór og ef tíminn hefði bara verið settur eins og hann var þá hefðum við unnið þennan leik en svo fór sem fór og við látum þetta bara styrkja okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner