Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 10. júní 2021 22:22
Anton Freyr Jónsson
Gunni Einars: Það er ekkert að vinna með okkur
Lengjudeildin
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

Gunnar Einarsson var eðlilega sár eftir leik í kvöld.

„Þetta var ofboðslega súrt. vera með yfirhöndina. Það var ágjöf á okkur og eins kannski flestir vita þá hafa stigin ekki verið að sanka inn hjá okkur en engu að síður þá er stígandi í þessu hjá okkur. Heilt yfir áttum við skilið meira út úr þessum leik en mörk breyta leikjum og þeir gerðu vel þarna í lokin."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

„Heilt yfir er ég ekki að tjá mig í miðjum leik við dómara en jesús kristur, ég er ekki sáttur við dómarana en ég þakkaði þeim fyrir leikinn en ég sagði engu að síður að ég væri ósáttur með þetta."

„Það var ekkert að vinna með okkur þó menn voru svo sannarlega að vinna fyrir sínu, henda sér fyrir boltann og berjast og heilt yfir er ég ofboðslega ánægður með mitt lið en þetta er ekki að fara sundrunga okkur við stígum upp úr þessu og látum þetta vinna með okkur þrátt fyrir úrslitin."

Það hefur verið stígandi í leik Ólafsvíkur en liðið gerði jafntefli við Þór tveimur færri í síðustu umferð og voru grátlega nálægt sigrinum í kvöld. Það hlýtur að styttast í fyrsta sigur Víkinga frá Ólafsvík.

„Það gerist og það er alveg ljóst. Það hefði verið svo sannarlega gott að fá þann viðsnúning í dag. Öll þessi ásýn á okkur maður getur ekki annað en borið ábyrgð á henni."

„Með ellefu leikmenn hefðum við unnið Þór og ef tíminn hefði bara verið settur eins og hann var þá hefðum við unnið þennan leik en svo fór sem fór og við látum þetta bara styrkja okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner