Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fim 10. júní 2021 22:22
Anton Freyr Jónsson
Gunni Einars: Það er ekkert að vinna með okkur
Lengjudeildin
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

Gunnar Einarsson var eðlilega sár eftir leik í kvöld.

„Þetta var ofboðslega súrt. vera með yfirhöndina. Það var ágjöf á okkur og eins kannski flestir vita þá hafa stigin ekki verið að sanka inn hjá okkur en engu að síður þá er stígandi í þessu hjá okkur. Heilt yfir áttum við skilið meira út úr þessum leik en mörk breyta leikjum og þeir gerðu vel þarna í lokin."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

„Heilt yfir er ég ekki að tjá mig í miðjum leik við dómara en jesús kristur, ég er ekki sáttur við dómarana en ég þakkaði þeim fyrir leikinn en ég sagði engu að síður að ég væri ósáttur með þetta."

„Það var ekkert að vinna með okkur þó menn voru svo sannarlega að vinna fyrir sínu, henda sér fyrir boltann og berjast og heilt yfir er ég ofboðslega ánægður með mitt lið en þetta er ekki að fara sundrunga okkur við stígum upp úr þessu og látum þetta vinna með okkur þrátt fyrir úrslitin."

Það hefur verið stígandi í leik Ólafsvíkur en liðið gerði jafntefli við Þór tveimur færri í síðustu umferð og voru grátlega nálægt sigrinum í kvöld. Það hlýtur að styttast í fyrsta sigur Víkinga frá Ólafsvík.

„Það gerist og það er alveg ljóst. Það hefði verið svo sannarlega gott að fá þann viðsnúning í dag. Öll þessi ásýn á okkur maður getur ekki annað en borið ábyrgð á henni."

„Með ellefu leikmenn hefðum við unnið Þór og ef tíminn hefði bara verið settur eins og hann var þá hefðum við unnið þennan leik en svo fór sem fór og við látum þetta bara styrkja okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir