Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   fim 10. júní 2021 22:22
Anton Freyr Jónsson
Gunni Einars: Það er ekkert að vinna með okkur
Lengjudeildin
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fjölnir og Víkingur Ólafsvík mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar karla í kvöld á Extravellinum í Grafarvogi. Víkingar frá Ólafsvík leiddu leikinn allt þangað til á 90.mínútu þegar Fjölnismenn breyttu tapleik yfir í sigurleik og unnu 2-1.

Gunnar Einarsson var eðlilega sár eftir leik í kvöld.

„Þetta var ofboðslega súrt. vera með yfirhöndina. Það var ágjöf á okkur og eins kannski flestir vita þá hafa stigin ekki verið að sanka inn hjá okkur en engu að síður þá er stígandi í þessu hjá okkur. Heilt yfir áttum við skilið meira út úr þessum leik en mörk breyta leikjum og þeir gerðu vel þarna í lokin."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 Víkingur Ó.

„Heilt yfir er ég ekki að tjá mig í miðjum leik við dómara en jesús kristur, ég er ekki sáttur við dómarana en ég þakkaði þeim fyrir leikinn en ég sagði engu að síður að ég væri ósáttur með þetta."

„Það var ekkert að vinna með okkur þó menn voru svo sannarlega að vinna fyrir sínu, henda sér fyrir boltann og berjast og heilt yfir er ég ofboðslega ánægður með mitt lið en þetta er ekki að fara sundrunga okkur við stígum upp úr þessu og látum þetta vinna með okkur þrátt fyrir úrslitin."

Það hefur verið stígandi í leik Ólafsvíkur en liðið gerði jafntefli við Þór tveimur færri í síðustu umferð og voru grátlega nálægt sigrinum í kvöld. Það hlýtur að styttast í fyrsta sigur Víkinga frá Ólafsvík.

„Það gerist og það er alveg ljóst. Það hefði verið svo sannarlega gott að fá þann viðsnúning í dag. Öll þessi ásýn á okkur maður getur ekki annað en borið ábyrgð á henni."

„Með ellefu leikmenn hefðum við unnið Þór og ef tíminn hefði bara verið settur eins og hann var þá hefðum við unnið þennan leik en svo fór sem fór og við látum þetta bara styrkja okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner