Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
   þri 10. júní 2025 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM glugginn lokar í kvöld
Mike Maignan.
Mike Maignan.
Mynd: EPA
Nú er opinn sérstakur félagaskiptagluggi vegna HM félagsliða, svo félög sem taka þátt í mótinu geta styrkt leikmannahópa sína fyrir keppnina.

Glugginn lokar klukkan 19:00 í kvöld og opnar ekki aftur fyrr en eftir helgi og verður þá opinn til 1. september.

Sky Sports fjallar um að ef Chelsea nær ekki samkomulagi við AC Milan um kaupverð á franska markmanninum Mike Maignan fyrir kvöldið, þá muni ekkert verða af félagaskiptunum í sumar.

Chelsea er einnig að reyna klára kaup á Jamie Gittens frá Dortmund.

Al-Hilal frá Sádi-Arabíu er þá að reyna klára kaup á sóknarmanni og er fjallað um áhuga félagsins á Benjamin Sesko, skotmarki Arsenal, sem spilar með RB Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner