Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   fös 10. júlí 2020 22:21
Mist Rúnarsdóttir
Bryndís Rut: Dreymir um að komast í efstu deild
Kvenaboltinn
Bryndís Rut var ánægð með að fá krefjandi áskorun og mæta liði í efstu deild
Bryndís Rut var ánægð með að fá krefjandi áskorun og mæta liði í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við vorum mikið betri í fyrri hálfleik. Vorum skipulagðar og ákveðnar og áttum miklu fleiri færi. Vorum óheppnar að nýta þau ekki. Svo virkuðum við bara mjög þreyttar í seinni hálfleik, því miður,“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 4-1 tap gegn KR í kaflaskiptum bikarleik.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

Tindastólsliðið var frábært í fyrri hálfleik en átti erfiðara uppdráttar í þeim síðari. Bryndís nefndi þreytu þegar hún var spurð um ástæðurnar.

„Álag og þreyta? Ég veit það ekki alveg ekki,“ sagði fyrirliðinn sem stóð sjálf úti á velli á Símamótinu í allan dag þar sem hún þjálfar yngri flokka hjá félaginu sínu. Hún vildi þó ekki meina að það hefði setið í henni.

„Nei, nei. Við erum vanar að vinna og fara svo að spila. Þetta er enginn aumingjaskapur með það. Við spiluðum núna þrjá leiki á 8 dögum, stutt á milli og mikið álag. Bara eins og það er.“

Bryndísi fannst gaman að fá að spreyta sig gegn liði í efstu deild en Tindastóll er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og stefna liðsins er að komast upp um deild.

„Okkur finnst gaman að fá áskorun og spila við lið í efstu deild. Okkur dreymir um að fara þangað og það er gaman að sjá hvar þær eru staddar og hverju við þurfum að vinna í til að gera betur.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við fyrirliða Tindastóls í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner