Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   fös 10. júlí 2020 22:21
Mist Rúnarsdóttir
Bryndís Rut: Dreymir um að komast í efstu deild
Kvenaboltinn
Bryndís Rut var ánægð með að fá krefjandi áskorun og mæta liði í efstu deild
Bryndís Rut var ánægð með að fá krefjandi áskorun og mæta liði í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við vorum mikið betri í fyrri hálfleik. Vorum skipulagðar og ákveðnar og áttum miklu fleiri færi. Vorum óheppnar að nýta þau ekki. Svo virkuðum við bara mjög þreyttar í seinni hálfleik, því miður,“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 4-1 tap gegn KR í kaflaskiptum bikarleik.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

Tindastólsliðið var frábært í fyrri hálfleik en átti erfiðara uppdráttar í þeim síðari. Bryndís nefndi þreytu þegar hún var spurð um ástæðurnar.

„Álag og þreyta? Ég veit það ekki alveg ekki,“ sagði fyrirliðinn sem stóð sjálf úti á velli á Símamótinu í allan dag þar sem hún þjálfar yngri flokka hjá félaginu sínu. Hún vildi þó ekki meina að það hefði setið í henni.

„Nei, nei. Við erum vanar að vinna og fara svo að spila. Þetta er enginn aumingjaskapur með það. Við spiluðum núna þrjá leiki á 8 dögum, stutt á milli og mikið álag. Bara eins og það er.“

Bryndísi fannst gaman að fá að spreyta sig gegn liði í efstu deild en Tindastóll er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og stefna liðsins er að komast upp um deild.

„Okkur finnst gaman að fá áskorun og spila við lið í efstu deild. Okkur dreymir um að fara þangað og það er gaman að sjá hvar þær eru staddar og hverju við þurfum að vinna í til að gera betur.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við fyrirliða Tindastóls í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner