Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 10. júlí 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Xavi að fá Cazorla til Katar
Spænski miðjumaðurinn Santi Cazorla er nálægt því að semja við Al Sadd í Katar.

Þjálfari Al Sadd er Xavi, fyrrum liðsfélagi Cazorla úr spænska landsliðinu.

Hinn 35 ára gamli Cazorla er á förum frá Villarreal en samningur hans þar er að renna út.

Cazorla er kominn aftur á fleygiferð eftir erfið meiðsli undir lok ferils síns hjá Arsenal.

Um tíma var óttast að Cazorla þyrfti að leggja skóna á hilluna en hann hefur náð flugi á nýjan leik með Villarreal.
Athugasemdir
banner
banner