Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. júlí 2021 15:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Sterkur sigur Kórdrengja
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir 2 - 0 Vestri
1-0 Loic Cédric Mbang Ondo ('28 , víti)
2-0 Daníel Gylfason ('77)

Kórdrengir fengu Vestra í heimsókn í lokaleik elleftu umferðar Lengjudeildarinnar í dag.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Kórdrengja. Loic Ondo kom Kórdrengjum yfir úr vítaspyrnu sem Alex Freyr Harðarson nældi í.

Kórdrengir vildu fá aðra vítaspyrnu á 65. mínútu. Kórdrengir vilja víti. Vilja meina að boltinn hafi farið í hendina á Kundai Benyu eftir aukaspyrnu en Þorvaldur dæmir ekkert. Andri Steinn lætur heyra í sér af hliðarlínunni og vill meina að Norest hafi lagt boltann fyrir sig með hendinni. Skrifaði Arnar Daði Arnarson í textalýsingu leiksins.

Daníel Gylfason tryggði sigur Kórdrengja með marki á 77. mínútu. Albert Brynjar var borinn af velli í uppbótartíma eftir tæklingu frá Badu og Kórdrengir ekki sáttir.

„Fer í Albert Brynjar af mikilli hörku og Albert liggur eftir og þarf aðhlynningu. Kórdrengir allt annað en sáttir og vilja fá annan lit á kortið. Þjálfarateymið blótar hér og skilur ekkert í þessari ákvörðun, hvorki hjá Badu né Þorvaldi." sagði Arnar Daði í textalýsingunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner