banner
   mán 10. ágúst 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og hann hefði verið á Tenerife samfleytt í tvær vikur"
Varane átti hörmulegan leik gegn City.
Varane átti hörmulegan leik gegn City.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Raphael Varane sá ekki til sólar í leiknum gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku.

Real tapaði leiknum 2-1 og einvíginu samanlagt 4-2. Varane átti sökina í báðum mörkum Man City.

Það var Meistaradeildarumræða í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Tómas Þór Þórðarson talaði þar Varane, og ekki talaði hann vel um frammistöðu hans á Etihad-vellinum.

„Það hjálpaði mikið til að Raphael Varane fagnaði þessum titli (Spánarmeistaratitlinum) ansi hressilega á Spáni. Hann mætti inn í þennan leik eins og hann hefði verið á Tenerife samfleytt. Sá var lélegur," sagði Tómas Þór.

Í viðtali eftir leikinn tók Varane tapið á sig.

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Óvissan hjá íslenskum félögum og landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner