Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 10. ágúst 2020 07:30
Aksentije Milisic
Tevez framlengir við Boca Juniors (Staðfest)
Argentíski leikmaðurinn Carlos Tevez hefur framlengt samning sinn við Boca Juniors en félagið tilkynnti þessar frengir fyrr í dag.

Tevez gekk í raðir Boca árið 2015 en fór svo til Shanghai Shenhua í Kína í eitt tímabil. Hann kom svo aftur til Boca í hittifyrra en Tevez hefur alls spilað 154 leiki fyrir Boca og skorað 54 mörk.

Tevez, sem er 36 ára gamall, framlengdi samninginn um eitt ár en hann á að baki 76 landsleiki fyrir Argentíska landsliðið.

Boca Juniors er sigursælasta lið Argentínu en liðið hefur orðið Argentínumeistari 34 sinnum.


Athugasemdir
banner