Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 10. ágúst 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds skoðar Mata - Með tilboð frá Spáni og MLS
Mynd: Getty Images

Spænski sóknartengiliðurinn Juan Mata er samningslaus eftir átta ár hjá Manchester United þar sem hann skoraði 51 mark og gaf 47 stoðsendingar í 285 leikjum.


Mata, 34 ára, ólst upp hjá Real Madrid og lék fyrir Valencia og Chelsea áður en hann skipti yfir til Manchester.

Núna er komið að nýjum kafla á ferlinum og eru mörg félög áhugasöm um að tryggja sér þjónustu Mata á næstu vikum. 

Leeds United er eina úrvalsdeildarfélagið sem er nefnt til sögunnar en áhugi félagsins er sagður vera minniháttar. Mata er með tilboð á borðinu frá Bandaríkjunum, Katar og Spáni þar sem félög á borð við Celta Vigo og Valencia hafa sýnt leikmanninum áhuga.

Mata var lykilmaður í yngri landsliðum Spánar og var kominn í mikilvægt hlutverk með A-landsliðinu þar sem hann vann bæði HM og EM og endaði í öðru og þriðja sæti Álfukeppninnar. 

Hann lék sinn síðasta landsleik aðeins 28 ára gamall og hafði þá skorað 10 mörk í 41 leik. 

Mata var valinn sem leikmaður ársins tvö ár í röð hjá Chelsea og vann bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina með félaginu en hefur þó aldrei tekist að vinna ensku úrvalsdeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner