Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. ágúst 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sassuolo er að fá Pinamonti - Chelsea og Nice berjast um Casadei
Mynd: Getty Images
Sassuolo seldi Gianluca Scamacca til West Ham fyrir rúmlega 40 milljónir evra í sumar og er að kaupa Andrea Pinamonti af Inter til að fylla í skarðið.

Inter er búið að samþykkja kauptilboð frá Sassuolo sem á einungis eftir að semja við leikmanninn.

Pinamonti er 23 ára sóknarmaður sem skoraði 13 mörk í 36 leikjum með Empoli á síðustu leiktíð. Hann var hjá Empoli á lánssamningi frá Inter þar sem honum hefur aldrei tekist að ryðja sér leið í byrjunarliðið.

Pinamonti hefur einnig leikið með Fiorentina, Genoa og Frosinone á láni og á í heildina 106 leiki að baki í efstu deild á Ítalíu þrátt fyrir ungan aldur. Hann þótti gífurlega mikið efni og skoraði 27 mörk í 75 leikjum fyrir yngri landslið Ítalíu.

Hann er ekki eini sóknarmaðurinn sem er á leið burt frá Inter þar sem Chelsea og OGC Nice eru að berjast um táninginn Cesare Casadei.

Inter er búið að hafna tveimur tilboðum frá Chelsea en það hærra hljóðaði upp á rúmar 10 milljónir evra. Inter vill minnst 15 milljónir fyrir ungstirnið og gæti franska félagið Nice verið reiðubúið til að greiða þá upphæð.

Nái félögin ekki samkomulagi um kaupverð gæti Inter lækkað kröfur sínar og sett endurkaupsákvæði í kaupsamninginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner