Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 10. ágúst 2024 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Hamar og Skallagrímur með sigra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Hanna Símonardóttir
Það fóru þrír leikir fram í 4. deildinni í dag þar sem Hamar kom sér upp í þriðja sæti með sigri í Suðurlandsslag gegn KFS.

Óliver Þorkelsson var hetja Hvergerðinga í 2-1 sigri gegn Vestmannaeyingum og er Hamar með 26 stig eftir 14 umferðir, þremur stigum frá Ými í öðru sæti sem á þó leik til góða.

Skallagrímur kom sér þá af botni deildarinnar með stórsigri á útivelli gegn KH, þar sem Sölvi Snorrason var atkvæðamestur með tvennu.

Skallagrímur komst í tveggja marka forystu snemma leiks en staðan var jöfn 2-2 í leikhlé, en í síðari hálfleik skiptu gestirnir frá Borgarnesi um gír og skoruðu þrjú mörk til að tryggja sér frábæran sigur og rífa sig upp úr botnsætinu.

Skallagrímur er 10 stig eftir 14 umferðir, níu stigum minna en KH.

Að lokum gerðu KÁ og RB 3-3 jafntefli í neðri hlutanum, þar sem heimamenn í KÁ komust í þriggja marka forystu í Hafnarfirði áður en gestirnir frá Reykjanesbæ jöfnuðu með þremur mörkum í síðari hálfleik.

RB er núna á botni deildarinnar með 8 stig.

Hamar 2 - 1 KFS
1-0 Óliver Þorkelsson ('9 )
1-1 Ásgeir Elíasson ('28 , Mark úr víti)
2-1 Óliver Þorkelsson ('48 )
Rautt spjald: Hafsteinn Gísli Valdimarsson , KFS ('91)

KH 2 - 5 Skallagrímur
0-1 Sölvi Snorrason ('3 )
0-2 Recoe Reshan Martin ('5 )
1-2 Hafþór Bjarki Guðmundsson ('35 )
2-2 Kristinn Kári Sigurðarson ('45 )
2-3 Sölvi Snorrason ('49 )
2-4 Carlos Javier Castellano ('55 )
2-5 Elís Dofri G Gylfason ('57 )
Rautt spjald: Víðir Jökull Valdimarsson , KH ('71)

KÁ 3 - 3 RB
1-0 Carlos Magnús Rabelo ('29 )
2-0 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('49 )
3-0 Bjarki Sigurjónsson ('51 )
3-1 Roberto Adompai ('69 )
3-2 Mahamadu Ceesay Danso ('73 )
3-3 Ken Essien Asamoah ('90 )
Athugasemdir
banner
banner