Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   lau 10. ágúst 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Myndir: Oliver fer í leikbann útaf mistökum dómara
Pétur sýnir Oliver gula spjaldið í gærkvöldi. Myndirnar neðst í fréttinni sýna að hann var saklaus og fer því að ósekju í leikbann.
Pétur sýnir Oliver gula spjaldið í gærkvöldi. Myndirnar neðst í fréttinni sýna að hann var saklaus og fer því að ósekju í leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson framherji ÍBV er markahæstur í Lengjudeild karla eftir að hafa skorað tvö mörk í stórsigri á toppliði Fjölnis í gærkvöldi, 1 - 5 og hefur því skorað 12 mörk. Hann mun hinsvegar missa af næsta leik liðsins gegn ÍR því hann fékk áminningu eftir að brotið var á honum í leiknum í gær.

Meðfylgjandi myndir sýna að Júlíus Már Júlíusson varnarmaður Fjölnis brýtur á Oliver en Pétur Guðmundsson dómari leiksins hélt að það hafi verið öfugt, Oliver hafi verið sá brotlegi.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Ég er smá svekktur að missa af næsta leik. Ég fer fyrst í boltann og hann (leikmaður Fjölnis) tekur mig svo. Þetta gerðist hratt og Pétur (Guðmundsson, dómari) þarf að taka ákvörðun. Ég var smá sjokkeraður að hann kom til mín og spjaldaði. En dómararnir gera mistök eins og við gerum mistök," sagði Oliver við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Myndirnar koma hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner