Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   lau 10. ágúst 2024 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
PSG borgar 45 milljónir fyrir Pacho (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franska stórveldið Paris Saint-Germain er búið að staðfesta félagaskipti Willian Pacho til Parísar.

PSG borgar um 45 milljónir evra fyrir Pacho, sem er 22 ára gamall varnarmaður frá Ekvador og kemur úr röðum Eintracht Frankfurt.

Pacho er mikilvægur hlekkur í landsliði Ekvador þrátt fyrir ungan aldur og átti frábært tímabil með Frankfurt á síðustu leiktíð. Tímabilið þar á undan var Pacho einn af allra bestu varnarmönnum belgísku deildarinnar þar sem hann lék með Royal Antwerp í eitt ár.

Pacho er miðvörður og gerir fimm ára samning við PSG. Hann mun berjast við Marquinhos, Lucas Beraldo, Milan Skriniar og Presnel Kimpembe um sæti í hjarta varnarinnar.


Athugasemdir
banner
banner