
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var ánægður með sitt lið eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
„Við ætluðum okkur það að fara áfram í þessari keppni og vorum tilbúnir frá fremsta manni til þess aftasta. Ég held að liðsheildin og einbeiting hafi orðið til þess að við unnum góðan sigur í dag." sagði Eiður Smári eftir leikinn.
„Við ætluðum okkur það að fara áfram í þessari keppni og vorum tilbúnir frá fremsta manni til þess aftasta. Ég held að liðsheildin og einbeiting hafi orðið til þess að við unnum góðan sigur í dag." sagði Eiður Smári eftir leikinn.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 Stjarnan
Jónatan Ingi Jónsson þurfti að yfirgefa völlinn með sjúkrabíl eftir slæmt samstuð. Þá voru þeir Daníel Hafsteinsson og Hjörtur Logi ekki í hóp í dag vegna meiðsla.
„Það er haldið að hann hafi fengið heilahristing en vonandi er það ekki of alvarlegt. Daníel er meiddur en Hjörtur Logi er byrjaður að æfa með liðinu."
Með sigrinum tryggðu FH-ingar sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Eiður segist ekki eiga sér óskamótherja þar.
„Til þess að fara alla leið og vinna bikarinn þarftu að vinna öll liðin þannig það er enginn óskamótherji." sagði Eiður að lokum.
Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan.
Athugasemdir