Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 10. september 2020 19:04
Kristófer Jónsson
Eiður Smári: Liðsheildin skilaði þessu
Eiður Smári var ánægður með sína menn.
Eiður Smári var ánægður með sína menn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var ánægður með sitt lið eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við ætluðum okkur það að fara áfram í þessari keppni og vorum tilbúnir frá fremsta manni til þess aftasta. Ég held að liðsheildin og einbeiting hafi orðið til þess að við unnum góðan sigur í dag." sagði Eiður Smári eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Stjarnan

Jónatan Ingi Jónsson þurfti að yfirgefa völlinn með sjúkrabíl eftir slæmt samstuð. Þá voru þeir Daníel Hafsteinsson og Hjörtur Logi ekki í hóp í dag vegna meiðsla.

„Það er haldið að hann hafi fengið heilahristing en vonandi er það ekki of alvarlegt. Daníel er meiddur en Hjörtur Logi er byrjaður að æfa með liðinu."

Með sigrinum tryggðu FH-ingar sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Eiður segist ekki eiga sér óskamótherja þar.

„Til þess að fara alla leið og vinna bikarinn þarftu að vinna öll liðin þannig það er enginn óskamótherji." sagði Eiður að lokum.

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner