Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. september 2020 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir sér vonir um að Sancho spili gegn Crystal Palace
Sancho í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Sancho í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fredrik A. Filtvedt, virtur blaðamaður í Noregi, segir að Manchester United hafi trú á því að geta landað Jadon Sancho þrátt fyrir að Borussia Dortmund hafi sett 10. ágúst upp sem lokadag í þeim málum.

Dortmund vill fá allt að 108 milljónir punda fyrir leikmanninn sem lék með enska landsliðinu gegn því íslenska um helgina og hafði betur, 1-0.

Manchester United er búið að vera á eftir hinum tvítuga Sancho í allt sumar og félagið er búið að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan og umboðsmann hans. Núna er bara það erfiðasta eftir, að reyna að semja við Dortmund um kaupverð.

Samkvæmt Dagbladet í Noregi, fjölmiðli sem Filtvedt skrifar fyrir, hefur Sancho átt nokkur samtöl við Ole Gunnar Solskjær, stjóra United. Í þessum samtölum hefur Sancho talað um það að hann vilji klæðast rauðu treyjunni.

Solskjær vill að Ed Woodward, framkvæmdastjóri Man Utd, gangi frá málinu og vonar Solskjær að Sancho verði með Man Utd þegar liðið hefur leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Crystal Palace eftir rúma viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner