Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 10. september 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Myndum vilja sjá fleiri leikmenn í sterkari deildum
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast til að íslenskum leikmönnum eigi eftir að fjölga í atvinnumennsku erlendis á næstu árum.

Franska félagið Le Havre keypti á dögunum Berglindi Björg Þorvaldsdóttur framherja Breiðabliks og Jón Þór vonar að fleiri leikmenn fari út á næstunni.

„Deildin á Íslandi í sumar hefur verið on og off eins og allar aðrar deildir í heiminum. Takturinn hefur verið on og off og það er ekki hægt að neita því að þessi stopp hafa sett strik í reikninginn. Deildin hefur samt sem áður verið öflug. Við erum að fá marga leikmenn heim og liðin eru að styrkja sig og þar fram eftir götunum," sagði Jón Þór við Fótbolta.net í dag.

„Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við í landsliðinu myndum vilja sjá fleiri leikmenn í sterkari deildum í Evrópu. Við erum með hóp af ungum og bráðefnilegum leikmönnum esm við munum vonandi sjá á einhverjum tímapunkti í sterkum deildum í atvinnumennsku í náinni framtíð."

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, samdi í sumar við Lyon og á dögunum vann hún Meistaradeildina með liðinu.

„Það gefur okkur frábæran kraft og orku í íslenskum fótbolta. Hvort sem það er í kringum fótboltalandsliðið eða fóboltann í heild sinni. Þetta hefur ungum iðkenndum kraft og hún er frábær fyrirmynd. Það er engin tilviljun hversu langt hún hefur náð. Hún hefur unnið fyrir því og á þetta svo sannarlega skilið. Frammistaðan í þessum úrslitaleik var stórkostleg."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner