Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 10. september 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hélt að það væri símaat þegar Gerrard hringdi

Joe Worrall fyrirliði Nottingham Forest var ekki hrifinn af því þegar þáverandi stjóri liðsins sagði við hann árið 2018 að hann þyrfti að fara á láni frá félaginu.


Það breyttist fljótlega eftir að hann fékk óvænt símtal frá Steven Gerrard.

„Ég hélt það þetta væri símaat en þetta var hann í alvöru. Hann er hetjan mín, hvort sem hann veit það eða ekki, hann veit það væntanlega núna," sagði Worrall.

„Ég dýrkaði að horfa á hann spila og að spila undir stjórn hetjunnar þinnar var ótrúlegt."

Worrall tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið í úrvalsdeildinni í ár.


Athugasemdir
banner