Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 10. september 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze?
Powerade
Eberechi Eze.
Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Pochettino tekur við Bandaríkjunum.
Pochettino tekur við Bandaríkjunum.
Mynd: EPA
Manchester United og Liverpool gætu barist um leikmann Crystal Palace á næsta ári. Rabiot er með of háar launakröfur fyrir United. Þetta og svo mikið meira í slúðurpakka dagsins.

Manchester United fylgist með Eberechi Eze (26) ára vængmanni Crystal Palace og gæti gert tilboð í enska landsliðsmanninn næsta sumar. (Manchester Evening News)

Liverpool gætu líka reynt við Eze ef egypski framherjinn Mohamed Salah (32) skrifar ekki undir nýjan samning við félagið. (Liverpool Echo)

Aston Villa hafnaði 40 tilboðum í kólumbíska framherjann Jhon Duran (20) í sumarglugganum. (Mirror)

Chelsea vonast til að losa framherjann David Datro Fofana (21) til gríska félagsins AEK Aþenu - félagaskiptaglugginn í Grikklandi er opinn til miðvikudags. (The Athletic)

Spenna milli eigenda Chelsea gæti vakið stór spurningamerki um getu félagsins til að eiga viðskipti í janúarglugganum. (Football Insider)

Mauricio Pochettino, fyrrveerandi stjóri Chelsea og Tottenham, verður staðfestur sem nýr landsliðsmaður Bandaríkjanna eftir fund með yfirmönnum bandaríska fótobltans. (Mail)

Ólíklegt er að sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) færi sig um set í janúarglugganum þrátt fyrir áhuga frá Chelsea og Arsenal. Hann er ánægður hjá Sporting Lissabon. (Football Insider)

Manchester United vill losa brasilíska kantmanninn Antony (24) og hann gæti verið lánaður til Fenerbahce. (Sun)

Galatasaray hefur áhuga á að fá velska varnarmanninn Ben Davies (31) frá Tottenham áður en tyrkneska félagaskiptaglugganum lokar. (Takvim)

Sergio Ramos (38), fyrrum varnarmaður Real Madrid og Spánar, gæti verið að ganga til liðs við brasilíska félagið Corinthians. Hann hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Sevilla í sumar. (Itatiaia)

Juventus er enn opið fyrir tilboðum í brasilíska miðjumanninn Arthur Melo (28) sem vill vera áfram og berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu. (Fabrizio Romano)

Kanadíski framherjinn Jonathan David (24) er í viðræðum um nýjan samning við Lille en er enn orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög. (Teamtalk)

Launakröfur miðjumannsins Adrien Rabiot (29) eru of háar til að Manchester United semji við Frakkann. Hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Juventus. (Football Insider)

John Obi Mikel, fyrrum miðjumaður Chelsea, reyndi að sannfæra Victor Osimhen (25), framherja Nígeríu, um að ganga til liðs við enska félagið áður en hann fór frá Napoli til Galatasaray. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner