fim 10. október 2019 15:24
Elvar Geir Magnússon
Firmino skoraði fyrir Brasilíu - Neymar lék 100. landsleikinn
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Brasilía 1 - 1 Senegal
1-0 Roberto Firmino ('9)
1-1 Famara Diedhiou (víti '45)

Liverpool sóknarmennirnir Roberto Firmino og Sadio Mane mættust í Singapúr í dag þegar Brasilía og Senegal gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik.

Þetta var 100. leikur Neymar fyrir brasilíska landsliðið.

Brasilía komst snemma yfir þegar Firmino skoraði með vippu en í lok fyrri hálfleiks var brotið á Mane innan teigs og Senegal jafnaði af vítapunktinum.

Hér að neðan má sjá úr leiknum.

Lið Brasilíu: Ederson; Dani Alves, Marquinhos, Thiago Silva, Alex Sandro (Renan Lodi '69); Casemiro, Arthur (Matheus Henrique '68); Coutinho (Richarlison '72), Gabriel Jesus, Neymar, Firmino (Everton '59).

Lið Senegal: Alfred Gomis; Gassama, Koulibaly, Sane, Coly; Kouyate (Sidy Sarr '66), Gueye (Badou N'Diaye '79), Diatta, Ismaila Sarr (Thioub '93), Mane; Diedhiou (Habibou Diallo '78).

Aðrir leikmenn sem hafa spilað 100 landsleiki fyrir Brasilíu:
Cafu - 142 leikir
Roberto Carlos - 125 leikir
Dani Alves - 117 leikir
Lucio - 105 leikir
Claudio Taffarel - 101 leikur
Robinho - 100 leikir


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner