Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. október 2020 12:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjögur jafntefli og nítján töp - Kominn tími á fyrsta sigurinn?
Icelandair
Fyrir leikinn árið 2016
Fyrir leikinn árið 2016
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Danmörku annað kvöld í þriðja leik riðilsins í Þjóðadeildinni. Ísland er án stiga á meðan Danmörk er með eitt stig eftir að hafa fengið stig gegn Englandi á heimavelli.

Viðureignin verður 24. innbyrðis leikur A-landsliðanna í sögunni. Danir hafa unnið nítján af leikjunum og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Ísland hefur aldrei unnið.

Fyrsti A-landsleikur Íslands var gegn Danmörku á Melavellinum árið 1946. Gestirnir unnu 3-0 sigur. 14-2 tapið er þá reglulega rifjað upp. Síðast mættust liðin árið 2016 og þá vann Danmörk 2-1 á MCH leikvanginum í Danmörku. Arnór Ingvi Traustason skoraði mark Íslands undir lok leiks.

Er ekki kominn tími á fyrsta sigurinn?
„Auðvitað fór mikil orka í Rúmeníu leikinn en það er ekkert vesen að gíra sig upp til að spila á móti Danmörku og ná fyrsta sigrinum gegn Dönum," sagði Aron Einar Gunnasson á fréttamannafundi í dag.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 á morgun og fer fram á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner