Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. október 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vanda þótti fullkát með jafnteflið
Icelandair
Vanda við hlið Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á leiknum við Armeníu.
Vanda við hlið Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á leiknum við Armeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, nýkjörinn formaður KSÍ, var viðstödd þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu í undankeppni HM síðasta föstudagskvöld.

Eftir leikinn var hún gestur í spjallþættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV.

Þar þótti hún fullkát með úrslitin; jafntefli gegn Armeníu á heimavelli.

„Ég veit að Vikan með Gísla Marteini er skemmtiþáttur og gleðin að vopni og allt þannig, en Vanda formaður var alveg fullkát fyrir minn smekk með jafntefli gegn Armenum á heimavelli," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Ég er alveg sammála því. Jöfnunarmarkið í lokin, það var eins og það hefði verið sigurmark í lokin miðað við stemninguna. Þá hefði ég alveg gefið þetta. En þetta var ekki þannig," sagði Magnús Már Einarsson.

Vanda, sem er fyrsti kvenmaðurinn í sögunni til að gegna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu, var í löngu viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku sem má hlusta á hér að neðan.
Vanda Sig er sest í formannsstólinn - Ætlar að koma KSÍ úr krísunni
Landsliðsumræða - Tómlegur völlur og döpur úrslit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner