Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áður var það Bale en nú er það Johnson - „Fékk mikinn skít"
Icelandair
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Brennan Johnson.
Brennan Johnson.
Mynd: EPA
Á morgun fer fram leikur Íslands og Wales í Þjóðadeildinni. Þetta er fyrsti leikur liðanna í tíu ár en síðasti leikurinn var æfingaleikur í mars 2014. Sá leikur endaði 3-1 en Gareth Bale fór á kostum.

Bale var lengi vel stjarnan í liði Wales og var um tíma einn besti fótboltamaður í heimi.

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands, spilaði leikinn fyrir tíu árum en hann var spurður út í hann á fréttamannafundi í dag.

„Gareth Bale var ótrúlegur. Ég held að varnarmaðurinn hjá okkur hafi reynt að tækla hann og hann hafi hlaupið út af vellinum, en samt náð boltanum. Við töpuðum þeim leik en á morgun bætum við upp fyrir það," sagði Jói Berg.

Nú þegar Bale er hættur, þá er Brennan Johnson líklega stærsta stjarna liðsins. Johnson leikur með Tottenham á Englandi en hann hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið.

„Hann fékk mikið að heyra það áður en hann fór á skrið. Hann er sterkur karakter. Það er erfitt að spila fyrir stóru liðin og hann fékk mikinn skít, en kom til baka. Það er gott fyrir hann en á morgun reynum við að halda honum mjög rólegum," sagði landsliðsfyrirliðinn íslenski.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem Bale skoraði gegn Íslandi fyrir tíu árum.


Athugasemdir
banner
banner