Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. nóvember 2022 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Matti Villa í Víking (Staðfest)
Matthías er kominn í Víkingsbúninginn.
Matthías er kominn í Víkingsbúninginn.
Mynd: Einar Ingi Ingvarsson

Matthías Vilhjálmsson er genginn til liðs við Víking en hann skrifaði undir tveggja ára samning við bikarmeistarana.


Matthías, sem er 35 ára, kom heim eftir 10 ár í atvinnumennsku í fyrra og gekk til liðs við FH. Samningur hans við Hafnarfjarðarliðið rann út eftir tímabilið í sumar og hann ákvað að endursemja ekki.

„Ég er gríðalega ánægður að fá Matta til liðs við okkur Vikinga. Ég hef þekkt hann í ansi mörg ár eða frá þvi við spiluðum saman hjá FH árið 2006. Matti er gæðaleikmaður sem hugsar mjög vel um sig og er hungraður í að hjálpa okkur við gera atlögu að titlum sem og að ná góðum árangri í Evrópukeppninni. Mikilvægast þó er að Matti er einstaklega góð manneskja sem mun hjálpa ungu leikmönnunum okkar að þroskast og bæta sinn leik," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.

„Gríðarlega ánægður að hafa tryggt okkur þjónustu Matta næstu 2 árin, þetta er mikil leiðtogi og hæfileikaríkur leikmaður sem gefur okkur nýjan vinkil í sóknarleiknum. Maður sem er líka með knowhow í að vinna leiki og mót sem er eitthvað sem þú finnur ekki hvar sem er," sagði Kári Árnason yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.

Matthías sem er 35 ára gamall skoraði níu mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni fyrir FH í sumar, hjálpaði liðinu að bjarga sér frá falli með gífurlega mikilvægri þrennu gegn Leikni í úrslitakeppninni. Matti er fyrsti leikmaðurinn sem Víkingur fær í sínar raðir eftir að tímabilinu lauk í lok október

FH tilkynnti það fyrr í dag að Matthías, Gunnar Nielsen og Guðmundur Kristjánsson væru ekki lengur leikmenn félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner