Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 17:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vildum kveðja Van Nistelrooy almennilega"
Mynd: Getty Images

Bruno Fernandes átti frábæran leik fyrir Man Utd í 3-0 sigri gegn Ipswich í dag en hann skoraði og átti stóran þátt í hinum tveimur mörkunum.


Þetta var 250. leikurinn hans fyrir félagið. Hann hefur verið ánægður undir stjórn Ruud van Nistelrooy í undanförnum leikjum en Rúben Amorim tekur við liðinu í vikunni.

„Það var langt tímabil sem ég var ekki að skora en núna eru mörkin að koma. Höldum hreinu aftur sem var mikilvægt fyrir okkur til að byggja upp þetta virki sem við höfðum hérna. Við verðum að halda þessu áfram," sagði Fernandes.

„Ruud van Nistelrooy elskar félagið, hann vill gleðja leikmennina. Hann mætti með alla brosandi í leikinn, hann vildi að við myndum njóta. Við vildum kveðja hann sem stjóra almennilega því hann gerði góða hluti með okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner