Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fim 11. janúar 2018 18:31
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Leikurinn hefði ekki átt að fara fram
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland átti ekki í vandræðum með slakt úrvalslið Indónesíu í vináttulandsleik í dag og vann 6-0 sigur. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ræddi við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Indónesía 0 -  6 Ísland

„Fyrri hálfleikur var lengi framan af leikinn við ágætis aðstæður. Við fengum mikinn tíma á boltann og menn tóku of margar snertingar. Þetta gekk hægt og var ólíkt því sem við viljum spila. Ég var ekkert sérlega glaður í hálfleik með það sem við vorum að gera," segir Heimir.

Aðstæður í seinni hálfleik voru afar erfiðar, völlurinn var hundblautur í hellirigningu. Erfitt var að spila boltanum með jörðinni.

„Þegar við þurftum að spila háum boltum inn í teiginn fóru mörkin að koma. Það sem við gerðum var árangursríkara og það má segja að veðrið hafi þvingað okkur í að spila eins og við hefðum átt að spila í fyrri hálfleik."

„Við erum hávaxnari og sterkari, vanari því að spila háum boltum. Veðrið spilaði leikinn í okkar hendur."

Á 55. mínútu var leikurinn stöðvaður tímabundið og dómararnir funduðu um framhaldið. Ákveðið var að halda leik áfram.

„Auðvitað hefði leikurinn ekki átt að fara fram við þessar aðstæður. Við vorum komnir hálfa leið kringum hnöttinn og margir að fá fyrsta landsleikinn sinn, sumir búnir að skora. Það hefði verið sárt hefði leikurinn verið flautaður af og ekki skráður. Við vildum gera allt til að klára leikinn," segir Heimir.

Hann segir að ekki sé hægt að dæma einn né neinn út frá þessum leik en er ánægður með þann tíma sem liðið hefur haft saman við æfingar og fundi í Indónesíu. Hann vonar að leikurinn á sunnudag, gegn öflugra liði, verði betri leikur fyrir hópinn á allan hátt.

„Auðvitað voru mótherjarnir í dag bara slakir. Við viljum ekki spila svona leiki. Það á enginn leikur að fara 6-0. Vonandi mætum við sterkari leikmönnum og sterkara liði á sunnudaginn. Við vitum það að aðstæður verða mun betri," segir Heimir en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner