Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. janúar 2022 20:55
Elvar Geir Magnússon
Afríkukeppnin: Markaþurrðin og leiðindin halda áfram
Judilson Mamadu Tuncará Gomes, betur þekktur sem Pele, klúðraði vítaspyrnu.
Judilson Mamadu Tuncará Gomes, betur þekktur sem Pele, klúðraði vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Súdan 0 - 0 Gínea-Bissá

Gæðalítill sóknarleikur hefur einkennt Afríkukeppnina til þessa og aðeins eitt mark var skorað í þeim þremur leikjum sem fram fóru í dag. Aðeins einn leikur af níu hefur innihaldið meira en eitt mark.

Súdan og Gínea-Bissá gerðu markalaust jafntefli í kvöldleiknum í D-riðli, í sama riðli og Nígería vann Egyptaland 1-0 í dag.

Gínea-Bissá komst nær því að skora í seinni hálfleiknum og klúðraði meðal annars vítaspyrnu. Judilson Mamadu Tuncará Gomes, betur þekktur sem Pele, brást bogalistin á vítapunktinum og í kjölfarið kom sláarskot.

Keppnin fer afskaplega hægt af stað en vonandi fer að lifna yfir sóknarmönnunum. Túnis - Malí, Máritanía - Gambía og Miðbaugs-Gínea - Fílabeinsströndin eru leikir morgundagsins.
Athugasemdir
banner
banner