Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 11. janúar 2022 09:57
Elvar Geir Magnússon
Tyrkneskur landsliðsmaður lést í bílslysi
Ahmet Calik er látinn.
Ahmet Calik er látinn.
Mynd: Getty Images
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Ahmet Calik lést í bílslysi í gærmorgun, 27 ára gamall. Hann lék átta landsleiki fyrir Tyrkland.

2016 kom hann með tyrkneska landsliðinu hingað til Íslands en var ónotaður varamaður þegar Ísland vann 2-0 sigur á Laugardalsvelli í undankeppni HM.

Calik var leikmaður Konyaspor í heimalandinu en bílslysið átti sér stað í höfuðborg Tyrklands, Ankara.

Calik er fyrrverandi leikmaður stórliðsins Galatasaray og lék sem varnarmaður.

Hans síðasti landsleikur kom árið 2017 en hann lék fyrir yngri landslið þjóðarinnar og spilaði fjölmarga leiki í efstu deild Tyrklands. Hann var í tyrkneska landsliðshópnum á EM 2016 en kom þó ekki við sögu á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner