þri 11. janúar 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umboðsmaður Dembele ósáttur við Xavi - „Snýst ekki um peninga hjá okkur"
Mynd: EPA
Umboðsmaður Ousmane Dembele gagnrýnir Barcelona fyrir það hvernig félagið kemur fram við leikmanninn.

Dembele er sagður þurfa að skrifa undir nýjan samning við spænska félagið vilji hann spila annan leik. Dembele var sagður klár í þetta en hætti við eftir að Ferran Torres gekk í raðir félagsins.

Umboðsmaður Dembele segir að þetta snúist ekki um peninga.

„Allir tala um peninga. En þetta snýst ekki um peninga hjá okkur. Hvernig er haldið utan menn dag frá degi er mjög mikilvægt. Hvernig á hann að geta spilað rétt eftir að hafa fengið covid og án þess að hafa æft?" veltir umboðsmaðurinn fyrir sér.

Xavi, stjóri Barcelona, ákvað að nota Dembele strax eftir að hann kom til baka eftir covid og er umboðsmaðurinn ósáttur. Hinir tólf sem smituðust komu til baka og virtist veiran ekki hafa nein áhrif á þá. Dembele smitaðist í desember en kom inn í lið Barcelona gegn Linares í bikarnum fyrir sex dögum síðan.

Ansu Fati og Ferran Torres eru að koma inn í lið Barcelona og því líkur á því að Dembele vilji halda áðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner