Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. janúar 2023 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Man City úr leik - Forest vann í vító
Manchester City er úr leik í deildabikarnum
Manchester City er úr leik í deildabikarnum
Mynd: Getty Images
Dean Henderson sá til þess að Forest færi í undanúrslit
Dean Henderson sá til þess að Forest færi í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City eru úr leik í enska deildabikarnum eftir að hafa tapað fyrir Southampton, 2-0, í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Nottingham Forest er komið áfram eftir að hafa unnið Wolves í vítakeppni.

Heimamenn í Southampton skoruðu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum en Sekou Mara kom liðinu yfir á 23. mínútu eftir fyrirgjöf Lyanco frá hægri vængnum.

Mara laumaði sér fram fyrir Kyle Walker og skaut boltanum í hægra hornið. Þá má setja spurningamerki við varnarleik Kalvin Phillips sem skokkaði til baka.

Fimm mínútum síðar kom annað högg fyrir Man City þegar Moussa Djenepo skrúfaði boltanum efst í samskeytin hægra megin. Stefan Ortega, markvörður Man City, var aðeins of framarlega í markinu og var DJenepo fljótur að koma auga á það og skoraði.

Man City var töluvert meira með boltann en náði engan veginn að nýta sér það. Julian Alvarez átti eitt skot framhjá markinu í byrjun síðari hálfleiks en annars var lítið til að tala um í sóknarleik gestanna.

Southampton er komið í undanúrslit deildabikarsins og sömuleiðis Nottingham Forest sem vann Wolves eftir vítakeppni, 4-3.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Varnarmaðurinn Willy Boly skoraði fyrir Forest gegn sínu gamla félagi á 18. mínútu eftir hornspyrnu.

Raul Jimenez jafnaði fyrir Wolves þegar hálftími var eftir og var það brasilíski sóknarmaðurinn Matheus Cunha sem lagði það upp.

Mörkin voru ekki fleiri í leiknum og því þurfti að finna sigurvegara í gegnum vítakeppni. Þar hafði Forest betur, 4-3.

Úrslit og markaskorarar:

Nott. Forest 1 - 1 Wolves (4-3 eftir vítakeppni)
1-0 Willy Boly ('18 )
1-1 Raul Jimenez ('64 )

Southampton 2 - 0 Manchester City
1-0 Sekou Mara ('23 )
2-0 Moussa Djenepo ('28 )
Athugasemdir
banner
banner
banner