Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   sun 11. febrúar 2024 23:59
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var allt í lagi. Seinni hálfleikurinn var mjög góður, fyrri hálfleikurinn var þó kaflaskiptur. Byrjuðum ekki vel, eins og hefur gerst oft áður hjá okkur, en í seinni hálfleik vorum við bara betri. Sérstaklega eftir að þeir fá þetta rauða spjald þá vorum við bara með stjórn á þessu. Leiðinlegt að gefa þeim mark í lokin en góður sigur.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur ÍR-inga á Þrótti í kvöld.


Árni var mun sáttari með seinni hálfleik sinna manna en þann fyrri. Hann telur að liðið hafi þorað að halda betur í boltann og þorað að spila honum meira fram á við í seinni hálfleiknum.

Við vorum mun aggresívari og þorðum að spila boltanum meira í seinni hálfeik. Við spiluðum meira fram á við og héldum vel í boltann, það er eitthvað sem ég og Jói höfum verið að tala mikið um eftir að við tókum við. Þegar við erum ekki að gera það erum við ekki góðir en við náum mjög góðum spilköflum þegar við þorum að halda í boltann. Við þurfum ekkert mörg færi til þess að skora, skorum fjögur í dag.“

Árni var ánægður með Guðjón Mána í dag sem skoraði tvö mörk. Hann segir að Jói, hinn aðalþjálfari ÍR, sé búinn að vera með hann og láta hann vita að mörkin munu koma ef hann er mættur á réttan stað.

Það hefur vantað smá hjá honum að klára færin. Hann hefur alveg fengið færi og gert mjög vel í öðrum þáttum leiksins. Jói er búinn að vera með hann og er að láta hann vita að mörkin koma ef hann er kominn á rétta staðinn. Þessi tvö mörk eru mjög mikil sentera mörk. Bæði skoruð á marklínunni en þú þarft að vera þar til að skora þau.“

Árna finnst mikilvægt að vinna þessa leiki til að geta sýnt öðrum og þeim sjálfum að þeir eiga erindi í þessi lið.

Það skiptir alltaf máli að vinna. Við þurfum að sýna öðrum og okkur sjálfum að við eigum alveg erindi í þessi lið. Við eigum samt þrjú Úrvalsdeildarlið líka í þessum riðli. Það er bara næsti leikur sem er á móti.... „á móti hverjum er hann Jói?“, ég man það ekki en það er leikur á laugardaginn.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur á Þrótti Reykjavík en næsti leikur hjá ÍR er á laugardaginn gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner