Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   sun 11. febrúar 2024 23:59
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var allt í lagi. Seinni hálfleikurinn var mjög góður, fyrri hálfleikurinn var þó kaflaskiptur. Byrjuðum ekki vel, eins og hefur gerst oft áður hjá okkur, en í seinni hálfleik vorum við bara betri. Sérstaklega eftir að þeir fá þetta rauða spjald þá vorum við bara með stjórn á þessu. Leiðinlegt að gefa þeim mark í lokin en góður sigur.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur ÍR-inga á Þrótti í kvöld.


Árni var mun sáttari með seinni hálfleik sinna manna en þann fyrri. Hann telur að liðið hafi þorað að halda betur í boltann og þorað að spila honum meira fram á við í seinni hálfleiknum.

Við vorum mun aggresívari og þorðum að spila boltanum meira í seinni hálfeik. Við spiluðum meira fram á við og héldum vel í boltann, það er eitthvað sem ég og Jói höfum verið að tala mikið um eftir að við tókum við. Þegar við erum ekki að gera það erum við ekki góðir en við náum mjög góðum spilköflum þegar við þorum að halda í boltann. Við þurfum ekkert mörg færi til þess að skora, skorum fjögur í dag.“

Árni var ánægður með Guðjón Mána í dag sem skoraði tvö mörk. Hann segir að Jói, hinn aðalþjálfari ÍR, sé búinn að vera með hann og láta hann vita að mörkin munu koma ef hann er mættur á réttan stað.

Það hefur vantað smá hjá honum að klára færin. Hann hefur alveg fengið færi og gert mjög vel í öðrum þáttum leiksins. Jói er búinn að vera með hann og er að láta hann vita að mörkin koma ef hann er kominn á rétta staðinn. Þessi tvö mörk eru mjög mikil sentera mörk. Bæði skoruð á marklínunni en þú þarft að vera þar til að skora þau.“

Árna finnst mikilvægt að vinna þessa leiki til að geta sýnt öðrum og þeim sjálfum að þeir eiga erindi í þessi lið.

Það skiptir alltaf máli að vinna. Við þurfum að sýna öðrum og okkur sjálfum að við eigum alveg erindi í þessi lið. Við eigum samt þrjú Úrvalsdeildarlið líka í þessum riðli. Það er bara næsti leikur sem er á móti.... „á móti hverjum er hann Jói?“, ég man það ekki en það er leikur á laugardaginn.“ sagði Árni Freyr Guðnason eftir 4-2 sigur á Þrótti Reykjavík en næsti leikur hjá ÍR er á laugardaginn gegn Fram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner