Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 13:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Phillips: Gagnrýni Guardiola hafði áhrif á fjölskylduna
Mynd: EPA

Kalvin Phillips er ekki í byrjunarliði West Ham í dag sem mætir Arsenal en hann var settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Man Utd í síðustu umferð eftir slæma byrjun gegn Bournemouth í sínum fyrsta leik fyrir félagið.


Phillips gekk til liðs við West Ham frá Man City á láni í janúar en hann fékk lítið af tækifærum hjá City,. Hann lenti upp á kant við Pep Guardiola eftir HM í katar þar sem stjórinn gagnrýndi hann fyrir að vera of þungur.

„Hann var í rétti að segja að ég væri of þungur en það er hægt að orða hlutina öðruvísi. Ég var ekki ósammála en þetta hafði mikil áhrif á sjálfstraustið. Fjölskyldan mín var ekki sátt, sérstaklega mamma. Það má segja að 10 kíló sé of mikið en ég var örugglega 1.5 kílói yfir," sagði Phillips í viðtali hjá Mirror.

Þá var Guardiola ósáttur með að Phillips hafi mætt of seint til æfinga eftir HM.

„Það var misskilningur milli fólksins hjá City og mín. Mér var tjáð að koma til baka á ákveðnum degi, ég var alltaf að fara mæta fyrr því ég spilaði ekki mikið á HM," sagði Phillips.

„Ég var að jafna mig af meiðslum svo Pep vildi að ég kæmi til baka daginn eftir HM svo ég gæti tekið þátt í æfingaleikjum."


Athugasemdir
banner
banner