Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   þri 11. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi: Kom ekki hingað til að enda í öðru sæti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Roberto De Zerbi tók við Marseille síðasta sumar eftir að hafa gert flotta hluti með Brighton í enska boltanum.

Marseille endaði í 8. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð en er í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar sem stendur - þó heilum tíu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain sem er enn taplaust í deildinni.

De Zerbi svaraði spurningum fréttamanna eftir 0-2 sigur á útivelli gegn Angers á sunnudagskvöldið. Þar sendi hann skýr skilaboð til PSG.

„Markmiðið okkar er að berjast um titilinn, það er mikilvægt að vera með háleit markmið. Augljóslega getur verið að manni mistakist ætlunarverk sitt, en það er allt í lagi. Ef þú vilt vera partur af þessu félagi þá verður þú að vera metnaðarfullur og vilja sigra deildina," sagði De Zerbi.

„Það mun taka tíma að byggja upp sterkt lið en við getum gert það. Ég kom ekki hingað til að enda í öðru sæti."

Marseille tekur á móti AS Saint-Etienne næsta laugardag en liðið er dottið úr leik í franska bikarnum og hefur því einungis deildina til að einbeita sér að.
Athugasemdir
banner
banner
banner