Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 23:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Nottingham Forest áfram eftir maraþonleik
Mynd: EPA
Exeter 2-2 Nott. Forest (2-4 í vítaspyrnukeppni)
0-0 Reece Cole ('2 , Misnotað víti)
0-0 Angus MacDonald ('3 , Misnotað víti)
1-0 Josh Magennis ('5 )
1-1 Ramon Sosa ('15 )
1-2 Taiwo Awoniyi ('37 )
2-2 Josh Magennis ('50 )
Rautt spjald: Ed Turns, Exeter ('87)

Búiist var við þægilegum sigri Nottingham Forest þegar liðið heimsótti C-deildarlið Exeter í enska bikarnum í kvöld.

Þetta var alls ekki þægilegt fyrir liðið en Nuno Espirito Santo gerði tíu breytingar á liðinu frá 7-0 sigri gegn Brighton í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar.

Exeter komst yfir eftir slæm mistök hjá Carlos Miguel sem var í markinu hjá Nottingham Forest þar til hann meiddist eftir klukkutíma leik.

Forest tókst að svara fyrri lok fyrri hálfleiks og var með forystuna þegar flautað var til loka hans.

Josh Magennis skoraði aftur fyrir Exeter snemma í seinni hálfleik og þar við sat. Leikmenn á borð við Morgan Gibbs-White og Chris Wood komu inn á hjá Forest en tókst ekki að snúa blaðinu við þrátt fyrir að vera manni fleiri alla framlenginguna.

Það var farið alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Mats Sels varði eina spyrnu og Angus MacDonald leikmaður Exeter skaut í tréverkið. Það var síðan Neco Williams sem tryggði liðinu sigur þegar hann skoraði úr fjórðu spyrnu liðsins.

Nottingham Forest fær Ipswich í heimsókn í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner