![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Þróttur tilkynnti á föstudag að Jakob Gunnar Sigurðsson væri mættur til félagsins en hann kom á láni frá KR. Jakob er framherji, fæddur árið 2007, sem verður á láni hjá Lengjudeildarliðinu á komandi tímabili.
Hann var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Þrótti því degi seinna, á laugardag, skoraði hann sigurmarkið í fyrsta leik Þróttar í Lengjubikarnum.
KR keypti Jakob frá Völsungi síðasta sumar en hann kláraði síðasta tímabil með Völsungi, varð markakóngur í 2. deild og hjálpaði Völsungi að fara upp í Lengjudeildina. Fótbolti.net ræddi við Húsvíkinginn unga um félagaskiptin og fyrstu mánuðina í KR.
Hann var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Þrótti því degi seinna, á laugardag, skoraði hann sigurmarkið í fyrsta leik Þróttar í Lengjubikarnum.
KR keypti Jakob frá Völsungi síðasta sumar en hann kláraði síðasta tímabil með Völsungi, varð markakóngur í 2. deild og hjálpaði Völsungi að fara upp í Lengjudeildina. Fótbolti.net ræddi við Húsvíkinginn unga um félagaskiptin og fyrstu mánuðina í KR.
„Það er bara geggjað að vera mættur í Þrótt og ég tel það vera gott skref fyrir minn feril, og gott milliskref til að geta svo tekið skrefið upp í Bestu deildina," segir Jakob Gunnar.
„Ætli það sé ekki örugglega hægt að byrja aðeins betur en þetta er þó góð byrjun. Vonandi er þetta bara fyrsta mark af mörgum."
Hann segir að aðdragandinn að því að hann skrifaði undir lánssamning við Þrótt hefði ekki verið langur, kannski um 3-4 dagar en hann vissi af því i kringum mánaðamótin að hann yrði lánaður í burtu.
Hvernig hafa fyrstu mánuðirnir sem leikmaður KR verið?
„Fyrstu mánuðirnir voru líkamlega erfiðir, mikið öðruvísi en ég var vanur. Það var erfitt að venjast tempóinu í fyrstu en mér fannst ég vera á góðri leið upp á levelið."
Jakob Gunnar var orðaður við fleiri félög í Lengjudeildinni síðustu vikurnar. Þar á meðal uppeldisfélagið Völsung. Fékkst þú einhverju ráðið hvert þú færir?
„Já, í sjálfu sér fékk ég alveg að velja og Þróttararnir eru á spennandi vegferð. Auðvitað hefði verið gaman að fara aftur heim í Völsung en það er betra fyrir mig að vera áfram í borginni og vera í kringum KR. "
Hvað heldur þú að Þróttur geti gert í sumar?
„Ég sá að okkur var spáð í 4. sæti, þannig eigum við ekki að reyna bakka spána upp og miða við það?" segir Jakob Gunnar að lokum.
Athugasemdir