Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 11. mars 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Oliver sneri aftur á völlinn í sigri gegn Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 3 - 0 Haukar
1-0 Ármann Ingi Finnbogason
2-0 Guðmundur Tyrfingsson
3-0 Haukur Andri Haraldsson

ÍA lék í gær æfingaleik gegn Haukum og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. ÍA tefldi fram frekar ungu liði í leiknum því liðið á framundan leik í Lengjubikanum á mánudag gegn Stjörnunni.

Það vakti athygli að Oliver Stefánsson kom við sögu í leiknum, lék fyrsta hálftímann eða svo fyrir ÍA. Hann hefur ekki spilað 90 mínútna leik síðan vorið 2019, glímt við langvarandi meiðsli.

Oliver er kominn á láni til ÍA frá sænska félaginu Norrköping en Oliver lék einn keppnisleik með ÍA árið 2018, þá sextán ára gamall, og var í kjölfarið seldur til sænska félagsins. Viðtal við Oliver frá því í janúar má sjá í spilaranum neðst.

ÍA var 2-0 yfir og lokatölur urðu 3-0.

Sjá einnig:
Lenti í því sama og Gary Cahill - Cahill tilbúinn að aðstoða



Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
„Hefur verið erfitt á tímum en aldrei verið spurning hvað ég vil gera í mínu lífi"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner