Alfons Sampsted fékk tækifæri í byrjunarliði Birmingham þegar liðið lagði Stevenage í ensku C-deildinni í kvöld.
Hann nýtti tækifærið vel en hann fékk vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Kieran Dowell skoraði úr spyrnunni og staðan var 1-0 í hálfleik.
Birmingham komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Stevenage tókst að klóra í bakkann í uppbótatíma 2-1 lokatölur. Alfons hefur verið í litlu hlutverki á tímabilinu en hann hefur komið við sögu í 11 leikjum í deildinni. Willum Þór WIllumsson var einnig í byrjunarliðinu í kvöld.
Birmingham er á toppnum með 82 stig eftir 35 umferðir, liðið er með 14 stiga forystu á Wycombe.
Jason Daði Svanþórsson lék klukkutíma í 2-0 tapi Grimsby gegn Notts County í ensku D-deildinni. Grimsby er í 8. sæti með 56 stig eftir 36 umferðir.
Helgi Fróði Ingason var tekinn af velli undir lokin þegar Helmond tapaði 3-2 gegn Roda í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 11. sæti með 42 stig eftir 30 umferðir.
Óttar Magnús Karlsson kom inn á undir lokin í kærkomnum sigri Spal gegn Pianese í ítölsku C-deildinni. Spal er í 16. sæti með 28 stig eftir 31 umferð. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.
Athugasemdir