Markmaðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur lagt hanskana á hilluna en þetta staðfestir hún við Fótbolta.net í dag.
Íris Dögg er fædd árið 1989 og lék á sínum ferli 307 meistaraflokksleiki. Hún er uppalin hjá Fylki og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2004. Hún lék einnig með KR, Fylki, FH, Haukum, Gróttu, Aftureldingu, Breiðabliki, Þrótti og Val á sínum ferli. Þess má geta að Íris er með fjögur mörk skoruð á ferlinum, öll úr vítaspyrnum.
Íris Dögg er fædd árið 1989 og lék á sínum ferli 307 meistaraflokksleiki. Hún er uppalin hjá Fylki og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2004. Hún lék einnig með KR, Fylki, FH, Haukum, Gróttu, Aftureldingu, Breiðabliki, Þrótti og Val á sínum ferli. Þess má geta að Íris er með fjögur mörk skoruð á ferlinum, öll úr vítaspyrnum.
Á síðasta tímabili var hún hjá Val og var þar Fanneyju Ingu Birkisdóttur til halds og trausts. Íris spilaði einn keppnisleik með Val, kom inn á í Meistaradeildinni og spilaði þar sinn fyrsta Evrópuleik.
Hún lék á sínum tíma sjö leiki fyrir U19 landsliðið og einn leik með U23 landsliðinu. Hún var kölluð í A-landsliðið í fyrsta sinn á EM 2022 vegna meiðsla Telmu Ívarsdóttur. Hún var svo valin í næstu þrjá landsliðshópa en kom ekki við sögu í leik með landsliðinu.
„Það var bara geggjað, þetta er eitthvað sem maður upplifir ekki oft og ég naut mín í botn," sagði Íris við Fótbolta.net sumarið 2022 um EM ævintýrið. Hún hrósaði markmannsþjálfaranum Jamie Brassington sem hún vann með hjá Þrótti í tengslum við landsliðskallið.
Athugasemdir