Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 11. apríl 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Sheffield United byrjar í mínus í Championship-deildinni
Mynd: Getty Images
Sheffield United mun byrja næsta tímabil í Championship-deildinni með tvö stig í mínus en ensku deildasamtökin tilkynntu þetta í dag. Ástæðan eru vangreiðslur til annarra félaga á síðasta tímabili.

Tvö stig í viðbót gætu verið dregin af félaginu ef það vanrækir fleiri greiðslur.

Sheffield United komst upp úr Championship-deildinni á síðasta tímabili og eru á hraðri leið með að falla aftur niður í B-deildina.

Liðið er níu stigum frá öruggu sæti þegar aðeins sjö umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner