Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. maí 2022 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Pottþétt" og „aldrei að vita" - Arnór hefur engar áhyggjur
Ónotaður varamaður gegn KR.
Ónotaður varamaður gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnór í leiknum gegn FH.
Arnór í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arnór Smárason, leikmaður Vals, hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum af fjórum í upphafi móts. Í tveimur þeirra hefur hann skorað mark. Hann kom ekkert við sögu í leik Vals gegn KR í þriðju umferð mótsins.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður út í Arnór eftir leikinn gegn FH þar sem Arnór skoraði seinna mark Vals.

Er Arnór að gera tilkall til sætis í byrjunarliðinu? „Pottþétt," sagði Heimir. Fréttaritari fylgdi á eftir og spurði hvort Arnór myndi byrja næsta leik: „Aldrei að vita," sagði Heimir léttur.

Drífur Arnór áfram að Valur vinni leiki
Arnór sjálfur var til viðtals eftir leikinn.

„Það er alltaf sárt að vera á bekknum, en þú hefur tvennt í stöðunni. Annars vegar er það að fara í fýlu og mæta með hálfum hug í verkefnið. Það hjálpar þér ekki neitt og það hjálpar ekki liðinu neitt. Á hinn bóginn mætirðu peppaður og gerir eins vel og þú getur á þeim mínútum sem þú færð," sagði Arnór.

„Við erum í þessu saman og það hefur ekkert breyst, hvorki hjá mér eða þjálfaranum. Við berum virðingu fyrir hvor öðrum. Það er bara áfram gakk, þetta er fótbolti."

Kom þér á óvart að vera ónotaður varamaður á móti KR? „Klárlega en við unnum leikinn þannig það var allt í lagi. Ég var sáttur eins og aðrir inn í klefa eftir leik."

Hefuru áhyggjur af því að vera titlaður einhver 'super-sub' frekar en byrjunarliðsmaður í Val?

„Nei, alls ekki. Eins og ég segi snýst þetta um að nota þær mínútur sem þú færð til að hjálpa liðinu. Það að Valur vinni leiki drífur mig áfram. Ég hef engar áhyggjur," sagði Arnór.

Arnór kemur inn með þvílík gæði
Leikur FH og Vals var til umræðu í Innkastinu. Ingólfur Sigurðsson ræddi um innkomu Arnórs.

„Orri [Hrafn Kjartansson] kom inn á, var frábær og sprengdi upp leikinn, ég myndi nánast vilja sjá hann byrja. Sömuleiðis Arnór Smára, hann kemur inn með þvílík gæði. Eftir að Arnór kemur inn á... hann er með svo ótrúleg gæði á boltanum, sér leikinn svo vel og þarf bara eina snertingu til þess að finna mann."

„Þessi miðja hjá Val þarf að vera helvíti öflug til þess að hann verði áfram á bekknum. Fyrir utan hvað hann er góður þá er hann með markanef. Hann hefur alltaf skorað, skilar sér inn á teiginn og mjög vel gert að ná að lauma inn einu marki. Ég var mjög hrifinn af Orra og Arnóri sérstaklega og líka alltaf gaman að horfa á Aron [Jóhannsson],"
sagði Ingó.

Sverrir Mar Smárason, bróðir Arnórs, kom svo inn á það í þættinum að Heimir sé að reyna finna upp hjólið þegar kemur að Aroni og Arnóri. Þeir séu látnir spila aðrar stöður en þeir hafa gert allan sinn feril. Sverrir er að bíða eftir því að Patrick Pedersen detti út úr liðinu.

Valur mætir ÍA í fimmtu umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Heimir Guðjóns: Það minnti á gamla og góða tíma
Arnór Smára: Alltaf sárt en það er tvennt í stöðunni
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner