Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. maí 2022 15:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Séntilmaðurinn Arnar vill fá VAR í Bestu deildina - „Þarf engan stjarneðlisfræðing"
Arnar í Breiðholtinu á sunnudag
Arnar í Breiðholtinu á sunnudag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingar vildu fá vítaspyrnur
Víkingar vildu fá vítaspyrnur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þorvaldur fékk tvo í einkunn fyrir sín störf í leiknum
Þorvaldur fékk tvo í einkunn fyrir sín störf í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
VAR í Bestu deildina?
VAR í Bestu deildina?
Mynd: Getty Images
Viðtöl Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, eftir leik liðsins gegn Leikni á laugardag vöktu athygli. Flestir eru sammála um að Víkingar hefðu átt að fá fleiri en eina vítaspyrnu í leinum en í stað þess að láta dómarann, Þovald Árnason, heyra það þá hélt Arnar ró sinni.

Arnar talaði um að dómararnir eigi stundum daga þar sem þeir eru ekki upp á sitt besta eins og gerist hjá leikmönnum og þjálfurum.

„Dómararnir eiga stundum "off" dag en ég hefði viljað sjá þá beita meiri skynsemi í þessum brotum það er svo augljóst í mínum huga þegar að Nikolaj sparkar boltanum út af og boltinn fer svo langt í áttina frá markinu. Það er svo augljóst að það er bara Niko sem kemur við boltann. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það en þeir áttu bara "off" dag og þannig er þetta bara," sagði Arnar við Fótbolta.net.

Arnar Laufdal, fréttaritari Fótbolta.net spurði Arnar hvort hann vildi sjá VAR tæknina í Bestu deildinni?

„Ef það er eitthvað land í heiminum sem þarf á VAR að halda þá er það Ísland. Mér finnst samt dómgæslan hafa verið góð í sumar því þeir hafa verið að láta leikinn fljóta vel. En ef þú ferð yfir leikina þá er mikið af stórum atriðum sem gerir það að verkum að sum lið eru ofar en önnur í þessari deild og þar myndi VAR klárlega hjálpa."



Sjá einnig:
Viðtal Arnars við Stöð 2 Sport

Séntilmaðurinn Arnar Gunnlaugsson
Arnar og hans viðbrögð við dómgæslu leikins voru til umræðu í Innkastinu eftir fjórðu umferð deildarinnar.

„Víkingarnir áttu að fá þrjú víti, allt þrennt er bara víti," sagði Elvar Geir Magnússon, stuðningsmaður Leiknis, í þættinum.

„Ég var farinn að finna til með þeim í þriðja atvikinu. Þetta kemur mjög á óvart því mér finnst Þorvaldur mjög góður dómari. Hann hefur einhvern veginn misst af þessu á einhvern óskiljanlegan hátt," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Það er engin afsökun fyrir þessu," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann er vel staðsettur finnst manni í þessum atvikum, allavega í fyrsta atvikinu sem er það augljósasta af þeim öllum," sagði Elvar. „Séntilmennið Arnar Gunnlaugsson, ég held að allir þjálfarar í þessari deild hefðu froðufellt í viðtali eftir leik. Hann sagði að allir gerðu mistök, leikmenn, þjálfarar og dómarar. Hann hrósaði meira að segja dómurunum fyrir þeirra störf það sem af er tímabilinu."

„Hann tók herramanninn á þetta, vel gert hjá honum en það ætlar enginn að segja mér annað en að hann hafi verið mjög pirraður á þessu,"
sagði Ingólfur.

Önnur umræða um Víking í Innkastinu:
„Eigum að gera kröfu á að aðrir stígi upp í Íslandsmeistaraliði"

Stundum betra að vera veiðimaðurinn
Víkingar eru núna í því að elta toppliðið.

„Það er fínt, fínt að vera stundum veiðimaðurinn frekar en bráðin. Við erum vanir því hvort sem er. Það er nóg eftir af þessu móti. „Momentum" er núna með Blikum en þeir eiga eftir að hiksta í sumar og þá þurfum við að vera klárir í að nýta okkur það."

„Við erum búnir að spila nokkra leiki og við erum búnir að stjórna stærstum hluta leikjanna. Það er jákvætt og ef það er hægt að taka eitthvað jákvætt úr leiknum þá var þetta í fyrsta sinn sem við höldum hreinu í sumar. Við megum samt ekki missa þessi lið of langt frá okkur. Við eigum eftir að spila þrjá innbyrðisleiki við þessi topplið og það er nóg af stigum eftir í pottinum,"
sagði Arnar.

Smelltu hér til að nálgast skýrslu úr leik Leiknis og Víkings
Arnar Gunnlaugs: Dómararnir eiga stundum "off" dag
Siggi Höskulds: Loksins dómgæslan með okkur í dag
Innkastið - Stór lið fjarlægjast og vítaveislu hafnað í Breiðholti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner