Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 11. júní 2018 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Albert Guðmunds segir Ísland vera kandídata til að vinna HM
Icelandair
Albert Guðmundsson á æfingu í Rússlandi.
Albert Guðmundsson á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil, Jón Daði og Albert á æfingu.
Emil, Jón Daði og Albert á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög fínt, rólegt en skemmtilegt. Það er meiri fókus á verkefnið hérna en heima. Það var meira áreiti heima á Íslandi. Það er allt til alls hérna, starfsmennirnir eru að gera allt til þess að maður sjálfur þurfi ekki að gera handtak," sagði Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven og íslenska landsliðsins fyrir æfingu í Gelendzhik í morgun.

„Þetta kikkar líklega allt inn þegar maður mætir í fyrsta leikinn. Ég hef alveg hugsað mér hvernig þetta er allt saman. Þetta verður augljóslega mjög stórt en þetta verður bara mjög gaman," sagði Albert sem segir undirbúninginn fyrir leikinn gegn Argentínu vera í fullum gangi.

Ísland mætir Argentínu á laugardaginn næstkomandi klukkan 13:00 á íslenskum tíma.

„Við erum vel undirbúnir og á næstu 3-4 dögum undirbúum við okkur enn betur. Við höfum allir séð þessa leikmenn spila í stærstu deildum í Evrópu og það teljum að það sé auðveldara fyrir okkur að leikgreina þá, en þeir okkur."

„Þeir eru með heimsklassa leikmenn í nánast öllum stöðum. Það verður erfitt að stöðva þá en það er ekkert ómögulegt," sagði Albert en eru Argentína með lið sem getur orðið Heimsmeistarar?

„Þess vegna, en ég myndi líka segja það um okkur ef þú myndir spyrja."

Það lá því beinast við að spyrja Albert, getur Ísland orðið Heimsmeistarar?

„Gjörsamlega," sagði Albert og brosti.

„Ég ætla gefa mér vonir um að fá að spila í öllum leikjunum, svo ég verði á tánnum og verði klár. Frekar en að vera ekki að búast við neinu og vera ekki klár. Ég ætla að vera klár þegar kallið kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner