Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. júní 2021 10:14
Elvar Geir Magnússon
Copa America fer fram samkvæmt úrskurði Hæstaréttar
Flautað til leiks á sunnudag!
Flautað til leiks á sunnudag!
Mynd: EPA
Copa America, Suður-Ameríku bikarinn, hefst í Brasilíu á sunnudaginn. Upphaflega átti mótið að vera haldið í Kólumbíu og Argentínu en ekki er langt síðan það var fært til Brasilíu.

Mótshaldarar hafa fengið mikla gagnrýni en Covid-19 faraldurinn hefur bitið Brasilíumenn fast. Leikmenn landsliðsins hafa meðal annars sagst andvígir því að mótið sé haldið í landinu.

Hæstiréttiur Brasilíu dæmdi í nótt að mótið gæti farið fram en stjórnarskrá landsins gefur réttinum ekki völd til þess að hindra keppnina.

Covid-19 faraldurinn geysar harkalega í Brasilíu en yfir 475 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Það er næst hæsta tala í heimi á eftir Bandaríkjunum.

Tíu þátttökuþjóðir eru í Copa America, keppnin fer af stað á sunnudaginn en Brasilíumenn mæta þá Venesúela.
Athugasemdir
banner
banner
banner